Jan 24, 2013

Budgeting

Árið 2012 breyttust kaupvenjur míns og betri helmingsins gjörsamlega. Við flutninga úr 80 fermetrum í Árósum í 30 fermetra í Kaupmannahöfn (tímabundið, sem betur fer) þá þurftum við að losa okkur við alveg heilan helling af dóti. Með skápa fulla af H&M (og ekki misskilja, h&m eru snillingar í því sem þeir gera - en fötin endast ekkert ofboðslega lengi) þá fór ekki á milli mála hvað það var sem fékk fyrst að fjúka til Rauða Krossins :-)

Þannig, eftir flutninga, ákváðum við að áætla okkur ákveðið budget á mánuði. Þvílík snilld! Þetta gefur manni svo frábært tækifæri til að safna fyrir því sem manni dreymir um. Ég sparaði í nokkra mánuði fyrir Louboutin skónum sem ég hef þráð svo lengi, og hann sprangar um í ansi fínum Grenson skóm líka.

Ég mæli svo hiklaust með þessu, það er svo gaman að eignast fallega hluti án samviskubits.

In 2012, me and my better half reversed our purchasing behaviour. Moving from 80 squaremeters to 30 forced us to get rid of a lot of things. And there was no question where to start - h&m (although very lovely at times, the colourful dresses and comfy sweaters usually don´t look that good after several washes). Long story short, we realized we weren´t doing this right.

So we decided on a monthly budget, which enables you to save up for the big juicy stuff :-) And oh the wonders of buying the things you have always dreamt about, without bad conscience!
 
 


No comments:

Post a Comment